Þýðingar

Efnisinnihald

Notendahandbók Briar

Hvað er Briar?

Briar er samskiptaforrit hannað fyrir aðgerðasinna, blaðamenn og alla þá sem þurfa örygga, auðvelda og áreiðanlega leið til að eiga í samskiptum. Ólíkt hefðbundnum skilaboðaforritum reiðir Briar sig ekki á miðlæga þjóna - skilaboðin eru samstillt beint á milli tækja notendanna. Ef internetið liggur niðri getur Briar samstillt í gegnum Bluetooth eða Wi-Fi þráðlaus net og þannig haldið upplýsingaflæðinu gangandi á neyðarstundum. Ef internetið er starfhæft getur Briar samstillt í gegnum Tor-netkerfið, sem verndar notendurna og tengslanet þeirra fyrir eftirliti og ritskoðun.

Uppsetning

Briar er tiltækt á Google Play fyrir þau tæki sem keyra Android stýrikerfið.

Ábending: Ef þú ert ekki viss hvort þú sért með Android tæki, skoðaðu hvort á því finnist Play Store forritið. Ef svo er, þá er það að keyra Android stýrikerfi.

Ef þú ert með Android tæki en vilt helst ekki nota Google Play, þá er vefsvæði Briar með leiðbeiningar um hvernig hægt sé að setja forritið upp í gegnum F-Droid eða með beinu niðurhali.

Að búa til notandaaðgang

Búa til notandaaðgang

Í fyrsta skiptið sem þú opnar Briar verðurðu beðin/n um að búa til notandaaðgang. Þú getur valið havaða stuttnefni/gælunafn sem er og lykilorð. Lykilorðið ætti að vera að minnsta kosti 8 stafir og helst erfitt að giska á það.

Aðvörun: Briar-notandaaðgangurinn er geymdur öruggt á tækinu þínu, ekki í neinu tölvuskýi. Ef þú fjarlægir Briar af tækinu eða gleymir lykilorðinu þínu, þá er engin leið til að endurheimta aðganginn þinn.

Ýttu á “Búa til notandaaðgang”. Þegar lokið er að útbúa notandaaðganginn er farið með þig í tengiliðalistann.

Bæta við tengiliðum

Valkostir þegar tengilið er bætt við

Til að bæta við tengilið, ýttu á plús-merkið neðst til hægri í tengiliðalistanum.

Veldu annan af þeim tveimur valkostum sem birtast.

Bæta við fjarlægum tengilið

Bæta við fjarlægum tengilið

Afritaðu briar:// tengilinn og sendu hann til þess sem þú vilt bæta við sem tengilið. Þú getur líka notað “Deila”-hnappinn til að velja forrit til að nota við að senda tengilinn.

Límdu tengilinn sem þú fékkst frá aðilanum sem þú ætlar að bæta við inn í textareitinn hér fyrir neðan. Smelltu á “Halda áfram” og veldu stuttnefni fyrir nýja tengiliðinn.

Næst muntu sjá skjá sem kallast “Tengiliðabeiðnir sem bíða” sem gefur þér upplýsingar um stöðu hvers tengiliðar sem bíður. Briar mun reyna reglulega að tengjast tengiliðunum svo hægt sé að bæta þeim við.

Um leið og tenging tekst, verður ykkur bætt á tengiliðalista hvors annars. Til hamingju! Þá getið þið farið að eiga í öruggum samskiptum.

Ef Briar nær ekki að tengjast tengiliðnum innan 48 klukkustunda, mun tengiliðalistinn sýna skilaboðin “Það mistókst að bæta við tengilið”. Þið ættuð báðir að eyða viðkomandi beiðni úr listanum og bæta tenglum hvors annars við aftur.

Tengiliðir í bið

Bæta við nálægum tengilið

Að bæta við tengilið, skref 1

Önnur leið til að bæta við tengilið er að hitta hann augliti til auglits, sjálf persónuna af holdi og blóði. Hvor um sig geta þá skannað QR-kóða af skjánum frá hinum. Þessi aðferð tryggir óumdeilanlega að þú sért að tengjast réttum aðila, þannig að enginn geti verið að þykjast vera annar en hann er, hvað þá að lesa skilaboðin frá þér.

Ýttu á “Halda áfram” þegar þú ert til í að byrja.

Að bæta við tengilið, skref 2

Stilltu af QR-kóða tengiliðarins á skjánum þínum in the viewfinder. Þú gætir þurft að bíða í nokkrar sekúndur eftir að myndavélin nái réttum fókus.

Þegar myndavélin hefur skannað QR-kóðann muntu sjá skilaboðin “Bíð eftir að tengiliður skanni og tengist”. Núna ætti tengiliðurinn þinn að skanna QR-kóðann þinn.

Tengiliðalistinn sýnir nýviðbættan tengilið

Tækin ykkar munu skiptast á upplýsingum, og eftir nokkrar sekúndur verður ykkur bætt á tengiliðalista hvors annars. Til hamingju! Þá getið þið farið að eiga í öruggum samskiptum.

Sending skilaboða

Samtal með einkaskilaboðum

Til að senda einkaskilaboð, ýttu á nafn tengiliðar í tengiliðalistanum.

Ábending: Öll skilaboð í Briar eru enda-í-enda dulrituð þannig að enginn annar getur lesið þau.

Ef tengiliðurinn þinn er ekki á netinu verður skilaboðunum komið til skila næst þegar þið eruð báðir nettengdir.

Kynning á tengiliðum

Hefja kynningu

Þú getur kynnt tengiliðina þína fyrir hverjum öðrum í gegnum Briar. Þetta gerir þeim kleift að verða tengiliðir án þess að hafa hitt hvern annan. Til að hefja kynningu, ýttu á nafn tengiliðar í tengiliðalistanum og veldu “Útbúðu kynningu” úr valmyndinni.

Velja seinni tengiliðinn

Næst skaltu velja hinn tengiliðinn sem þú ætlar að kynna.

Bæta við skilaboðum til beggja tengiliðanna

Bættu mögulega við skilaboðum til tengiliðanna og ýttu síðan á “Útbúa kynningu”.

Beiðni um kynningu

Tengiliðirnir þínir munu sjá skilaboð sem spyrja hjort þeir samþykki kynninguna. Ef þeir samþykkja báðir, verður þeim bætt á tengiliðalista hvors annars og þá geta þeir farið að eiga í öruggum samskiptum.

Einkahópar

Aðalvalmyndin sýnir valda færsluna fyrir einkahópa

Þú getur notað Briar fyrir hópspjall við tengiliðina þína. Til að útbúa hóp, opnaðu aðalvalmyndina og veldu “Einkahópar”. Listinn yfir einkahópa mun opnast. Ýttu á plús-táknið til að búa til nýjan hóp.

Búa til einkahóp, skref 1

Veldu nafn á hópinn þinn, ýttu síðan á “Búa til hóp”.

Búa til einkahóp, skref 2

Næst skaltu velja þá tengiliði sem þú myndir vilja bjóða að ganga í hópinn. Ýttu á hakmerkið þegar þú hefur lokið þér af.

Búa til einkahóp, skref 3

Bættu mögulega við skilaboðum til valinna tengiliða, ýttu síðan á “Senda boð. Tengiliðirnir munu fá skilaboð þar sem þeim er boðið að taka þátt.

Listinn yfir einkahópa sýnir nýstofnaðan hóp

Nýja hópnum verður bætt á listann þinn yfir einkahópa. Þessi listi sýnir alla þá hópa sem þú tilheyrir.

Samtal í einkahópi

Skilaboð í einkahópum eru flokkuð í þræði eða samtöl. Hvaða meðlimur hóps sem er getur svarað skilaboðum eða byrjað nýjan þráð.

Sá sem bjó til hópinn er sá eini sem getur boðið nýjum meðlimum. Hver sem er getur hætt í hóp. Ef sá sem bjó til hópinn hættir, er hópurinn leystur upp.

Vefspjallsvæði

Aðalvalmyndin sýnir valda færsluna fyrir spjallsvæði

Spjallsvæði (forum) er opinbert samtal. Ólíkt einkahópum getur hver sá sem tekur þátt á spjallsvæði boðið sínum eigin tengiliðum.

Til að útbúa spjallsvæði, opnaðu aðalvalmyndina og veldu “Spjallsvæði”. Listinn yfir spjallsvæði mun opnast. Ýttu á plús-táknið til að búa til nýtt spjallsvæði.

Búa til spjallsvæði

Veldu nafn á spjallsvæðið þitt, ýttu síðan á “Búa til spjallsvæði”.

Spjallsvæðalistinn sýnir nýstofnað spjallsvæði

Nýja spjallsvæðinu verður bætt á listann þinn yfir spjallsvæði. Þessi listi sýnir öll þau spjallsvæði sem þú tilheyrir.

Deila spjallsvæði, skref 1

Til að deila spjallsvæðinu með tengiliðunum þínum, ýttu á spjallsvæði til að opna það, ýttu síðan á deilingartáknið.

Deila spjallsvæði, skref 2

Næst skaltu velja þá tengiliði sem þú myndir vilja deila spjallsvæðinu með. Ýttu á hakmerkið þegar þú hefur lokið þér af.

Deila spjallsvæði, skref 3

Bættu mögulega við skilaboðum til valinna tengiliða, ýttu síðan á “Deila spjallsvæði”. Tengiliðirnir munu fá skilaboð þar sem þeim er boðið að taka þátt.

Samtal á spjallsvæði

Skilaboð á spjallsvæðum eru flokkuð í þræði. Hvaða meðlimur sem er getur svarað skilaboðum eða byrjað nýjan þráð.

Allir meðlimir spjallsvæðis geta boðið nýjum meðlimum og hvaða meðlimur sem er getur hætt í hóp, þarmeð talinn upphafsmaðurinn eða stofnandi spjallsvæðisins. Spjallsvæðið heldur áfram að vera til þar til síðasti meðlimurinn hættir.

Blogg

Aðalvalmyndin sýnir valda færsluna fyrir blogg

Briar-notandaaðgangurinn þinn er með innbyggt blogg. Þú getur notað það til að setja inn fréttir og uppfærslur um hvað gangi á í lífinu þínu. Blogginu þínu er sjálfkrafa deilt með tengiliðunum þínum og þeirra bloggum er deilt með þér.

Til að lesa bloggfærslur tengiliðanna þinna eða skrifa nýja færslu, opnaðu aðalvalmyndina og veldu “Blogg”.

Skrifa bloggfærslu, skref 1

Til að skrifa bloggfærslu, ýttu á pennatáknið efst á skjánum með bloggstreyminu.

Skrifa bloggfærslu, skref 2

Skrifaðu færsluna þína og ýttu á “Birta”.

Bloggstreymið sýnir nýgerða færslu

Nýja færslan þín mun birtast á bloggstreyminu.

Endurbirta bloggfærslu, skref 1

Til að endurbirta bloggfærslu, ýttu á endurbirtingartáknið í horninu á færslunni.

Endurbirta bloggfærslu, skref 2

Bættu mögulega við athugasemd og ýttu á “Endurbirta”.

Endurbirta bloggfærslu, skref 3

Endurbirta færslan mun birtast á bloggstreyminu meða athugasemdinni þinni viðhengdri.

RSS-fréttastreymi

Þú getur notað Briar til að lesa öll þau blogg eða fréttavefi sem birta RSS-streymi. Greinarnar eru sóttar í gegnum Tor til að vernda gagnaleynd þína. Þú getur endurbirt og gert athugasemdir við greinar úr RSS-streymum, rétt eins og þú getur með bloggfærslur.

Ábending: RSS er leið fyrir vefsvæði til að birta greinar á þannig formi að auðvelt sé að endurbirta þær.

Flytja inn RSS-streymi, skref 1

Til að flytja inn RSS-streymi, opnaðu bloggstreymið og veldu “Flytja inn RSS-streymi” úr valmyndinni.

Flytja inn RSS-streymi, skref 2

Settu inn URL-slóðina á RSS-streymið og ýttu á “Flytja inn”. Náð verður í greinarnar og þeim bætt við bloggstreymið. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.

Bloggstreymið sýnir nýinnflutta RSS-grein

Þegar nýjar greinar/færslur eru birtar, mun Briar sækja þær sjálfkrafa. Innfluttum greinum er ekki deilt með tengiliðunum þínum nema þú veljir að endurbirta þær.

Sýsla með RSS-streymi, skref 1

Til að sýsla með RSS-streymin þín, opnaðu bloggstreymið og veldu “Sýsla með RSS-streymi” úr valmyndinni.

Sýsla með RSS-streymi, skref 2

Ýttu á rusltáknið til að fjarlægja streymi. Innfluttu greinarnar verða fjarlægðar úr bloggstreyminu, nema þær greinar/færslur sem þú hefur endurbirt.

Eyða tengiliðum

Eyða tengilið

Til að eyða tengilið, ýttu á nafn tengiliðar í tengiliðalistanum og veldu “Eyða tengilið” úr valmyndinni..

Ábending: Til að verja friðhelgi þína munu tengiliðir ekki vera látnir vita að þú hafir eytt þeim. Þeir munu einfaldlega sjá þig framvegis sem ónettengdan.

Stillingar

Listi yfir stillingar

Til að komast í stillingarnar, opnaðu aðalvalmyndina og veldu “Stillingar”. Hér geturðu sérsniðið notkun þína á Briar.

Þema

Aðalvalmyndin í dökku þema

Þú getur breytt litastefinu sem Briar notar:

  • Ljóst: Briar mun nota ljósa liti.
  • Dökkt: Briar mun nota dökka liti.
  • Sjálfvirkt: Briar mun breyta litastefinu eftir tíma dagsins.
  • Sjálfgefið í kerfinu: Briar mun nota litastef kerfisins.

Tengjast í gegnum internetið (Tor)

‘Netkerfi’-hlutinn á stillingaskjánum

Ábending: Briar notar Tor til að tengjast internetinu. Tor er netkerfi tölva, rekið af sjálfboðaliðum út um víða veröld, sem hjálpar fólki við að fá aðgang að internetinu án eftirlits og án ritskoðunar. “Brýr” eru tölvur sem geta hjálpað þér við að tengjast Tor ef stjórnvöld eða netþjónustuaðili reyna að loka á það.

Þú getur stjórnað hvernig Briar tengist internetinu:

  • Sjálfvirkt byggt á staðsetningu: Briar mun velja út frá fyrirliggjandi staðsetningu þinni hvernig eigi að tengjast.
  • Nota Tor án brúa: Briar mun tengjast við Tor án þess að nota brýr.
  • Nota Tor með brúm: Briar mun nota brýr til að tengjast við Tor.
  • Ekki tengjast: Briar mun alls ekki tengjast internetinu.

Nota farsímagagnasamband

Þú getur stýrt því hvort Briar notar farsímagagnatengingu. Ef þú slekkur á farsímagögnum mun Briar einungis nota internetið þegar þú tengist Wi-Fi þráðlausum netum.

Tengjast í gegnum internetið (Tor) aðeins þegar verið er í hleðslu

Þú getur stýrt því hvort Briar notar internetið á meðan tækið keyrir á rafhlöðum. Ef þú virkjar þessa stillingu mun Briar einungis nota internetið þegar tækið er tengt við veiturafmagn.

Skjálæsing

‘Öryggi’-hlutinn á stillingaskjánum

Tip: Þessi eiginleiki er ekki tiltækur í Android útgáfu 4.

Til að vernda friðhelgi þína þegar aðrir eru að nota tækið þitt, þá geturðu læst Briar án þess að skrá þig út. Þetta kemur í veg fyrir að hægt sé að nota Briar þar til sett hefur verið inn PIN-númer, mynstur eða lykilorð.

Briar notar sama PIN-númer, mynstur eða lykilorð og þú myndir venjulega nota til að aflæsa tækinu þínu, þannig að þessi stilling er óvirk (grámuð) ef þú hefur ekki ennþá valið þér PIN-númer, mynstur eða lykilorð. Þú getur notað stillingaforrit tækisins til að velja þér slíkt.

Aðalvalmyndin sýnir valkostinn ‘Læsa forriti’

Þegar skjálæsing er virkjuð, bætist valkostur sem kallast ‘Læsa forriti’ á aðalvalmyndina í Briar. Þú getur notað þetta til að læsa Briar án þess að skrá þig út.

Aflæsa Briar

Þegar Briar er læst, muntu verða spurð/ur um PIN-númerið, mynstur eða lykilorðið þitt til að aflæsa Briar.

Tímamörk skjálæsingar við aðgerðaleysi

Tip: Þessi eiginleiki er ekki tiltækur í Android útgáfu 4.

Þú getur valiða að læsa Briar sjálfvirkt þegar það hefur ekki verið í notkun í einhvern ákveðinn tíma.